Bætir hefur í yfir 20 ár flutt inn Caterpillar varahluti frá bandaríska framleiðandanum IPD sem í dag býður upp á bestu fáanlegu eftirmarkaðsvarahluti í Caterpillar. Síðan 1955, hefur IPD einsett sér að hjálpa vélaeigendum að lækka rekstrar og viðhaldskostnað á vélunum sínum án þess að fórna áreiðanleika og gæðum. Þá býður Bætir einnig upp á varahluti fyrir Cummins, Komatsu og Detroit Diesel frá Interstate-Mcbee.

Mælar

Við eigum til allar gerðir mæla og viðvörunarkerfi frá ISSPRO

  • Afgasmæla
  • Snúningshraðamæla
  • Smurmæla
  • Vatnshitamæla

 

Hosur

Við höfum líka um áraraðir boðið upp á hágæða sílíkon hosur í mörgum stærðum sem endast allt að þrisvar sinnum lengur en venjulegar gúmmí hosur.