Aðalsmerki Bætis er verkstæðið og viðgerðarþjónustan. Á verkstæði okkar erum við með öll tæki til endurbyggingar á allt að 1750 hestafla vélum. Hjá okkur er allur aðbúnaður sem best skyldi, stór vélaþvottavél, sand- og glerblástur, rennibekkur, vél til að plana hedd og pústgreinar svo auðvitað öll verkfæri sem til þarf til að gera vélin þína eins og nýja.

Við förum einnig um borð í skip eða þangað sem tækið þitt er og gerum við á staðnum. Þá bjóðum við upp á að keyra vélar í mótorbremsu (allt að 500 HP) og getum þannig prufukeyrt vélarnar áður en þær fara í tæki eða um borð í báta.